HSÍ hefur úrskurðað að leikur KA og Akureyrar í Grill 66-deildinni á dögunum verði dæmdur 10-0 fyrir KA þar sem Akureyri tefldi fram ólöglegum leikmanni í leiknum.
Arnar Jón Agnarsson var meðal leikmanna Akureyrar í leiknum en hann var ekki kominn með félagaskipti eða leikheimild þegar leikurinn fór fram.
Leiknum lauk 20-20 fyrir framan troðfullt íþróttahús KA en Akureyri tapar stiginu sem færist yfir til KA-manna.
KA er þar af komið með 8 stig er á toppnum ásamt HK. Akureyri er með 6 stig.
