Íslenski boltinn

Martínez á förum frá Víkingi Ó.

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristian Martínez átti gott sumar í marki Víkings.
Cristian Martínez átti gott sumar í marki Víkings. vísir/andri marinó
Cristian Martínez, sem hefur varið mark Víkings Ó., undanfarin þrjú ár verður ekki áfram hjá félaginu. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hinn 28 ára Martínez hjálpaði Ólsurum að vinna 1. deildina 2015 og halda sæti sínu í Pepsi-deildinni árið eftir.

Spánverjinn spilaði mjög vel fyrir Víking á síðasta tímabili en það dugði ekki til. Ólsarar enduðu í 11. sæti Pepsi-deildarinnar og féllu.

„Ég ætla að hlusta á tilboð frá Íslandi eða fara aftur heim til Spánar," sagði Cristian við Fótbolta.net.

„Ég hefði glaður verið til í að vera áfram í Ólafsvík en ég þarf á breytingu og nýrri áskorun að halda. Ég vil þakka öllum hjá félaginu og öllum í Ólafsvík fyrir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×