Golf

Birgir Leifur endurskrifar söguna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mynd/gsí
Á morgun verður Birgir Leifur Hafþórsson fyrsti íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar.

Aðeins 45 stigahæstu keppendurnir á mótaröðinni fá boð á lokamótið sem er síðasta tækifæri kylfinganna til þess að tryggja sér farseðilinn á sjálfa Evrópumótaröðina. Mótið fer fram í Oman.

Birgir Leifur er í 32. sæti á peningalistanum en þeir fimmtán efstu munu komast inn á Evrópumótaröðina. Það er því ljóst að Birgir Leifur þarf að vera með efstu mönnum á mótinu í Oman til þess að eiga möguleika á að komast á sterkustu mótaröðina í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×