Hvað er eiginlega að? Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Það er búið að kjósa. Við kusum vegna þess að upp kom alvarleg krafa um breytingar. Krafa um tafarlaust lát á einhverju ástandi og jafnvel krafa um eitthvað alveg nýtt. En svo liðu sex vikur og á þessum sex vikum virðast þessar kröfur hafa seytlað út um heilann á þjóðinni. Kynjahalli á þingi hefur ekki verið meiri í tíu ár. Við kusum konur burt í hrönnum. Nei, takk! Sama og þegið, kellingar, farið með ykkar málefni eitthvert annað, glumdi í þjóðarsálinni þegar atkvæði voru talin á kosninganótt. Við völdum okkur karla í staðinn. Fleiri karla. Og ekki bara fleiri karla, heldur sömu karlana. Og það virðist ekki skipta okkur máli þótt þeir séu kannski rasistar eða beri ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir konum. Velkomnir og velkomnir aftur! Meðalaldur þingmanna hækkaði um sex ár. Við settum hagsmunagæsluna í hendur aldinna og íhaldssamra. Miðaldra karlar hafa enn einu sinni betur gegn ungum konum. Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur? Af hverju brýtur fólkið, sem náði vissulega meirihluta á þingi og talar hæst allra fyrir mótvægi við ríkjandi vængnum, ekki odd af oflæti sínu og myndar bara stjórn? Af hverju er aldrei hægt að knýja fram breytingar? Af hverju blikkum við augunum og sömu, gömlu karlarnir halda enn og aftur á lyklunum og þeir hjakkast á skránni og dyrnar galopnast og þeim eru allir vegir færir? Hvað er eiginlega að? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Það er búið að kjósa. Við kusum vegna þess að upp kom alvarleg krafa um breytingar. Krafa um tafarlaust lát á einhverju ástandi og jafnvel krafa um eitthvað alveg nýtt. En svo liðu sex vikur og á þessum sex vikum virðast þessar kröfur hafa seytlað út um heilann á þjóðinni. Kynjahalli á þingi hefur ekki verið meiri í tíu ár. Við kusum konur burt í hrönnum. Nei, takk! Sama og þegið, kellingar, farið með ykkar málefni eitthvert annað, glumdi í þjóðarsálinni þegar atkvæði voru talin á kosninganótt. Við völdum okkur karla í staðinn. Fleiri karla. Og ekki bara fleiri karla, heldur sömu karlana. Og það virðist ekki skipta okkur máli þótt þeir séu kannski rasistar eða beri ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir konum. Velkomnir og velkomnir aftur! Meðalaldur þingmanna hækkaði um sex ár. Við settum hagsmunagæsluna í hendur aldinna og íhaldssamra. Miðaldra karlar hafa enn einu sinni betur gegn ungum konum. Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur? Af hverju brýtur fólkið, sem náði vissulega meirihluta á þingi og talar hæst allra fyrir mótvægi við ríkjandi vængnum, ekki odd af oflæti sínu og myndar bara stjórn? Af hverju er aldrei hægt að knýja fram breytingar? Af hverju blikkum við augunum og sömu, gömlu karlarnir halda enn og aftur á lyklunum og þeir hjakkast á skránni og dyrnar galopnast og þeim eru allir vegir færir? Hvað er eiginlega að?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun