Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 10:45 Þórhildur Braga í leik með Haukum. vísir/stefán Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Haukakonan Þórhildur Braga meiddist í upphafi síðari hálfleiks í leiknum gegn ÍBV í gær. Hún fékk þá hnéð í höfuðið og rotaðist. Sjúkraþjálfarar þorðu ekki að hreyfa hana fyrr en sjúkrabíll kom á svæðið. Sú bið var löng því bíllinn kom ekki fyrr en eftir tæpar 50 mínútur. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, en Þórhildur fékk mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig. Elías segir að það hafi verið rætt að fresta leiknum er sjúkrabíllinn kom loksins á svæðið. „Eftirlitsdómarinn sagði að það væru engin fordæmi fyrir svona löguðu á Íslandi. Það hefur aldrei liðið svona langur tími í að bíða eftir sjúkrabíl. Það var þrennt í stöðunni. Að flauta af og spila bara nýjan leik í dag eftir sömu forsendum eða byrja á þeim stað þar sem leiknum hefði verið frestað. Svo kom líka til greina að flauta leikinn af og láta úrslit standa eins og þau stóðu,“ segir Elías Már en það var nánast komið samkomulag um að klára síðustu 28 mínúturnar síðar er sjúkrabíllinn kom. Þá var ákveðið að klára bara leikinn. Það var auðvitað mikið óveður úti er leikurinn fór fram og það hafði sín áhrif á hversu seint gekk að fá sjúkrabíl. Fólkið í stúkunni tók því þar af leiðandi rólega og enginn fór heim fyrr en leiknum var lokið. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Haukakonan Þórhildur Braga meiddist í upphafi síðari hálfleiks í leiknum gegn ÍBV í gær. Hún fékk þá hnéð í höfuðið og rotaðist. Sjúkraþjálfarar þorðu ekki að hreyfa hana fyrr en sjúkrabíll kom á svæðið. Sú bið var löng því bíllinn kom ekki fyrr en eftir tæpar 50 mínútur. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, en Þórhildur fékk mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig. Elías segir að það hafi verið rætt að fresta leiknum er sjúkrabíllinn kom loksins á svæðið. „Eftirlitsdómarinn sagði að það væru engin fordæmi fyrir svona löguðu á Íslandi. Það hefur aldrei liðið svona langur tími í að bíða eftir sjúkrabíl. Það var þrennt í stöðunni. Að flauta af og spila bara nýjan leik í dag eftir sömu forsendum eða byrja á þeim stað þar sem leiknum hefði verið frestað. Svo kom líka til greina að flauta leikinn af og láta úrslit standa eins og þau stóðu,“ segir Elías Már en það var nánast komið samkomulag um að klára síðustu 28 mínúturnar síðar er sjúkrabíllinn kom. Þá var ákveðið að klára bara leikinn. Það var auðvitað mikið óveður úti er leikurinn fór fram og það hafði sín áhrif á hversu seint gekk að fá sjúkrabíl. Fólkið í stúkunni tók því þar af leiðandi rólega og enginn fór heim fyrr en leiknum var lokið.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14