Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti Viktor Örn Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2017 23:26 Þórhildur Braga Þórðardóttir. Vísir/Stefán „Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. Leikurinn var stöðvaður í tæplega 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkraflutningabíl. Sjúkraþjálfarar gátu ekki hreyft við Þórhildi sökum meiðslanna sem hún varð fyrir en svo virðist sem hnéð á leikmanni ÍBV hafi farið harkalega í hálsinn eða hnakkann á Þórhildi. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta. Ég ætla bara rétt að vona það besta fyrir hana en við vitum ekki alveg hver staðan er á henni akkúrat núna. Við verðum bara að vona það besta,“ sagði Elías þegar hann var spurður út í meiðsli og líðan Þórhildar Brögu. Þetta var gríðarlega öflugur og sannfærandi sigur Hauka í kvöld en hvað var það sem skóp þennan sigur? „Í rauninni framhald af Framleiknum. Við erum að spila gríðarlega góða vörn og erum með góða markvörslu. Það var góð stemming í hópnum og það hjálpar til þegar andinn og liðsheildin er svona,“ sagði Elías. „Við erum bara að bæta okkur leik frá leik og það er vörn og markvarsla sem er að skila þessu ásamt góðum sóknarleik sem er að slípast betur og betur saman. Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Elías. „Þetta er líklegast lengsti handboltaleikur sem ég hef tekið þátt í og það hefðu örugglega mörg lið brotnað. Við héldum áfram, lokuðum vörninni og Elín var frábær í markinu. Það sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði að ná að klára þetta,“ sagði Elías. „Mér lýst mjög vel á næsta leik á móti Val á móti sterkasta liðinu í deildinni í dag sem er taplaust. Þetta verður bara mjög skemmtilegt verkefni og við förum bara í þann leik til að vinna eins og alla aðra,“ sagði Elías. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
„Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. Leikurinn var stöðvaður í tæplega 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkraflutningabíl. Sjúkraþjálfarar gátu ekki hreyft við Þórhildi sökum meiðslanna sem hún varð fyrir en svo virðist sem hnéð á leikmanni ÍBV hafi farið harkalega í hálsinn eða hnakkann á Þórhildi. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta. Ég ætla bara rétt að vona það besta fyrir hana en við vitum ekki alveg hver staðan er á henni akkúrat núna. Við verðum bara að vona það besta,“ sagði Elías þegar hann var spurður út í meiðsli og líðan Þórhildar Brögu. Þetta var gríðarlega öflugur og sannfærandi sigur Hauka í kvöld en hvað var það sem skóp þennan sigur? „Í rauninni framhald af Framleiknum. Við erum að spila gríðarlega góða vörn og erum með góða markvörslu. Það var góð stemming í hópnum og það hjálpar til þegar andinn og liðsheildin er svona,“ sagði Elías. „Við erum bara að bæta okkur leik frá leik og það er vörn og markvarsla sem er að skila þessu ásamt góðum sóknarleik sem er að slípast betur og betur saman. Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Elías. „Þetta er líklegast lengsti handboltaleikur sem ég hef tekið þátt í og það hefðu örugglega mörg lið brotnað. Við héldum áfram, lokuðum vörninni og Elín var frábær í markinu. Það sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði að ná að klára þetta,“ sagði Elías. „Mér lýst mjög vel á næsta leik á móti Val á móti sterkasta liðinu í deildinni í dag sem er taplaust. Þetta verður bara mjög skemmtilegt verkefni og við förum bara í þann leik til að vinna eins og alla aðra,“ sagði Elías.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14