Valur náði fjögurra stiga forskoti á toppi Olís-deildar kvenna með góðum sigri á Val, 31-27, í kvöld.
Diana Satkauskaité skoraði átta mörk fyrir Val sem hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í Olís-deildinni á tímabilinu.
Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og kláraði svo dæmið í seinni hálfleik.
Íslandsmeistarar Fram hafa farið rólega af stað og eru aðeins með átta stig eftir sjö leiki.
Mörk Vals: Diana Satkauskaité 8, Kristín Arndís Ólafsdóttir 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 5, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Marthe Sördal 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1.
Valur vann meistarana og náði fjögurra stiga forskoti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti




Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

