Óbreyttir stýrivextir Seðlabanka Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 09:07 Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. vísir/anton brink Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttir og verða því meginvextir bankans, það er vextir bankans á sjö daga bundnum innlánum, áfram 4,25 prósent. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá bankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála hægir töluvert á hagvexti í ár og meira en bankinn hafði áður spáð í ágúst síðastliðnum. „Spáð er 3,7% hagvexti í ár en í fyrra var hann 7,4%. Fer þar saman hægari vöxtur útflutnings, eftir hraðan vöxt undanfarin ár, um leið og nokkuð bætir í vöxt innflutnings. Horfur eru á að verðbólga fari í markmið um mitt næsta ár og verði þar út spátímann. Dregið hefur úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði en það mun stuðla að minni verðbólgu haldi þróunin áfram en á móti fjara áhrif hærra gengis út. Frá síðasta fundi peningastefnunefndar hefur gengi krónunnar hækkað. Þá hefur gengisflökt minnkað síðustu mánuði. Verðbólguvæntingar eru í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast gengissveiflur á árinu hafa haft tiltölulega lítil áhrif á verðbólgu og verðbólguvæntingar,“ segir í tilkynningu bankans. Þá kemur þar jafnframt fram að vísbendingar séu um að spennan í þjóðarbúskapnum kunni nú að hafa náð hámarki. Hún verði þó áfram þó nokkur og kallar það á peningalegt aðhald svo unnt sé að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma. „Minni spenna og betri verðbólguhorfur eru í samræmi við það sem peningastefnunefndin gerði ráð fyrir í október og raunvextir bankans eru svipaðir og þeir voru eftir ákvörðunina þá. Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið. Hvort það reynist rétt mun á komandi misserum ráðast af framvindu efnahagsmála, þ.m.t. stefnunni í opinberum fjármálum og niðurstöðu kjarasamninga.“ Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttir og verða því meginvextir bankans, það er vextir bankans á sjö daga bundnum innlánum, áfram 4,25 prósent. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá bankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála hægir töluvert á hagvexti í ár og meira en bankinn hafði áður spáð í ágúst síðastliðnum. „Spáð er 3,7% hagvexti í ár en í fyrra var hann 7,4%. Fer þar saman hægari vöxtur útflutnings, eftir hraðan vöxt undanfarin ár, um leið og nokkuð bætir í vöxt innflutnings. Horfur eru á að verðbólga fari í markmið um mitt næsta ár og verði þar út spátímann. Dregið hefur úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði en það mun stuðla að minni verðbólgu haldi þróunin áfram en á móti fjara áhrif hærra gengis út. Frá síðasta fundi peningastefnunefndar hefur gengi krónunnar hækkað. Þá hefur gengisflökt minnkað síðustu mánuði. Verðbólguvæntingar eru í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast gengissveiflur á árinu hafa haft tiltölulega lítil áhrif á verðbólgu og verðbólguvæntingar,“ segir í tilkynningu bankans. Þá kemur þar jafnframt fram að vísbendingar séu um að spennan í þjóðarbúskapnum kunni nú að hafa náð hámarki. Hún verði þó áfram þó nokkur og kallar það á peningalegt aðhald svo unnt sé að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma. „Minni spenna og betri verðbólguhorfur eru í samræmi við það sem peningastefnunefndin gerði ráð fyrir í október og raunvextir bankans eru svipaðir og þeir voru eftir ákvörðunina þá. Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið. Hvort það reynist rétt mun á komandi misserum ráðast af framvindu efnahagsmála, þ.m.t. stefnunni í opinberum fjármálum og niðurstöðu kjarasamninga.“
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Sjá meira