Stjörnustríðshetjur verða ódýrari til að sefa reiði tölvuleikjaspilara Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 16:44 Reiknað hefur verið út að það tæki heila vinnuviku að safna nógu mörgum einingum í Battlefront II til að hafa efni á einni hetju. Vísir/AFP Tölvuleikjafyrirtækið EA hefur lækkað verð á hetjum í nýjum Stjörnustríðsleik vegna gríðarlegrar reiði væntanlegra spilara leiksins. Færsla með útskýringum fyrirtækisins á Reddit er nú orðin sú óvinsælasta í sögu samfélagssíðunnar. Í Star Wars Battlefront II geta spilarar spilað sem hetjur eins og Logi geimgengill eða andhetjur eins og Svarthöfði. Til þess þurfa þeir hins vegar að opna fyrir aðgang að þeim. Það er aðeins hægt að gera með sérstökum gjaldmiðli í leiknum eða með því að greiða fyrir með beinhörðum peningum. Í ljós kom hins vegar að til að opna fyrir aðgang að aðeins einni hetju þyrftu spilarar að eyða um fjörutíu klukkustundum í að safna gjaldmiðli leiksins. Ástæðan var meðal annars sú að EA setti hámark á fjölda eininga sem spilarar gátu unnið sér inn á einum degi. Þessu tóku tölvuleikjaspilarar ekki þegjandi og hljóðalaust enda töldu þeir þegar nóg að kaupa leikinn fyrir jafnvirði rúmlega tíu þúsund króna. Þegar EA reyndi að réttlæta fyrirkomulagið í færslu á Reddit lýstu spilarar frati í hana með því að kjósa hana niður. Á Reddit geta notendur gefið færslum atkvæði upp eða niður sem hefur áhrif á hvar þær birtast á síðunni. Færsla EA er nú sú óvinsælasta í sögu Reddit, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur EA dregið í land og lækkað verðið á hetjunum um 75% og tekur breytingin gildi í dag. Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið EA hefur lækkað verð á hetjum í nýjum Stjörnustríðsleik vegna gríðarlegrar reiði væntanlegra spilara leiksins. Færsla með útskýringum fyrirtækisins á Reddit er nú orðin sú óvinsælasta í sögu samfélagssíðunnar. Í Star Wars Battlefront II geta spilarar spilað sem hetjur eins og Logi geimgengill eða andhetjur eins og Svarthöfði. Til þess þurfa þeir hins vegar að opna fyrir aðgang að þeim. Það er aðeins hægt að gera með sérstökum gjaldmiðli í leiknum eða með því að greiða fyrir með beinhörðum peningum. Í ljós kom hins vegar að til að opna fyrir aðgang að aðeins einni hetju þyrftu spilarar að eyða um fjörutíu klukkustundum í að safna gjaldmiðli leiksins. Ástæðan var meðal annars sú að EA setti hámark á fjölda eininga sem spilarar gátu unnið sér inn á einum degi. Þessu tóku tölvuleikjaspilarar ekki þegjandi og hljóðalaust enda töldu þeir þegar nóg að kaupa leikinn fyrir jafnvirði rúmlega tíu þúsund króna. Þegar EA reyndi að réttlæta fyrirkomulagið í færslu á Reddit lýstu spilarar frati í hana með því að kjósa hana niður. Á Reddit geta notendur gefið færslum atkvæði upp eða niður sem hefur áhrif á hvar þær birtast á síðunni. Færsla EA er nú sú óvinsælasta í sögu Reddit, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur EA dregið í land og lækkað verðið á hetjunum um 75% og tekur breytingin gildi í dag.
Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira