Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Karl Lúðvíksson skrifar 13. nóvember 2017 09:34 Þrjár af fjórum helgum þar sem veiði er leyfð á rjúpum eru yfirstaðnar og aðeins ein helgi eftir. Það hefur verið skaplegt veður flesta dagana um allt land með einhverjum undantekningum og ekki annað að heyra á veiðimönnum en að flestir séu búnir að ná í jólamatinn. Magnveiði sem þekktist vel áður fyrr virðist sem betur fer að flestra mati vera að líða undir lok og þær skyttur sem ná því sem þeir þurfa í jólamatinn leggja byssurnar í skápana til hvíldar fram að næsta hausti. Stofninn virðist vera stærri en síðustu ár að mati veiðimanna og helst það í hendur við það sem margir tóku eftir í sumar að hænurnar voru margar hverjar með 6-8 unga sem þær komu á legg. Nú er aðeins ein helgi eftir og langtímaspáin er skyttum greinilega í hag í flestum landshlutum og vonandi ná veiðimenn því sem þeir þurfa í jólamatinn. Það er þó haft á orði meðal veiðimanna að núverandi fyrirkomulag sé ekki besta lausnin sem hægt sé að viðhafa á þessum þar sem hún gerir það að verkum að menn gætu hætt sér út í vafasamar aðstæður en það virðist heldur ekki almenn sátt um hvaða kerfi gæti tekið við svo þangað til verða skyttur landsins að una því formi sem er á veiðunum í dag. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Þrjár af fjórum helgum þar sem veiði er leyfð á rjúpum eru yfirstaðnar og aðeins ein helgi eftir. Það hefur verið skaplegt veður flesta dagana um allt land með einhverjum undantekningum og ekki annað að heyra á veiðimönnum en að flestir séu búnir að ná í jólamatinn. Magnveiði sem þekktist vel áður fyrr virðist sem betur fer að flestra mati vera að líða undir lok og þær skyttur sem ná því sem þeir þurfa í jólamatinn leggja byssurnar í skápana til hvíldar fram að næsta hausti. Stofninn virðist vera stærri en síðustu ár að mati veiðimanna og helst það í hendur við það sem margir tóku eftir í sumar að hænurnar voru margar hverjar með 6-8 unga sem þær komu á legg. Nú er aðeins ein helgi eftir og langtímaspáin er skyttum greinilega í hag í flestum landshlutum og vonandi ná veiðimenn því sem þeir þurfa í jólamatinn. Það er þó haft á orði meðal veiðimanna að núverandi fyrirkomulag sé ekki besta lausnin sem hægt sé að viðhafa á þessum þar sem hún gerir það að verkum að menn gætu hætt sér út í vafasamar aðstæður en það virðist heldur ekki almenn sátt um hvaða kerfi gæti tekið við svo þangað til verða skyttur landsins að una því formi sem er á veiðunum í dag.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði