Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, vann sér inn þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni eftir að hafa hafnaði í 35. sæti á Bláfjarðarmótinu sem lauk í Kína í nótt.
Lokamót ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á Tiburon golfvellinum í Naples, Flórída en aðeins áttatíu efstu kylfingarnir að tímabilinu loknu fá þátttökurétt á þessu lokamóti en aðeins sterkustu kylfingar heims fá þátttökurétt.
Lista yfir kylfinga sem fá þátttökurétt má sjá hér en heildar verðlaunfé mótsins telur upp á 2,5 milljónir bandarískra dollara.
Ólafía er fyrir mótið í 73. sæti peningalistans og tryggði sér um leið fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári en hún er í efsta forgangsflokk og getur því valið úr mótum sem hún tekur þátt í á næsta ári.
Fékk hún tæplega 13 þúsund dollara eða tæplega 1,3 milljón íslenskra króna fyrir árangur sinn í Kína um helgina en verðlaunafé hennar á mótaröðinni til þessa er rúmlega tuttugu milljónir íslenskra króna.
Mótið um næstu helgi verður þó ekki síðasta mót Ólafíu á þessu ári en hún er hluti af Evrópuúrvali á The Queens mótinu í Japan í byrjun desember.
Þá tekur hún einnig þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi áður en árinu lýkur.
Ólafía fær þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni

Tengdar fréttir

Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð
Vann sér inn alls 22 milljónir króna á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni.

Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína
Ólafía Þórunn lék lokahringinn á Bláfjarðarmótinu í Kína á fjórum höggum undir pari og lauk hún leik í 35. sæti á lokamóti sínu á LPGA-mótaröðinni á þessu ári en hún fékk sex skolla á hringnum í dag.