Ljósberinn í hjartanu Telma Tómasson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Desember er mörgum erfiður mánuður. Myrkrið umlykur, dagsbirtan skammvinn. Fram undan er jólahátíð, hjartans bjartasti tími ársins. Þó ekki fyrir alla, því andstæðurnar hvítt og svart leika lausum hala. Á bak við hástemmuna fela sig erfiðu stundirnar, sorg, áföll, horfnir ástvinir, mistök fortíðar, helvíti fíknilífs, andnauð fátæktar. Svo fátt eitt sé nefnt. Vinabandið var fléttað á menntaskólaárunum. Hún var fágætt eintak af manneskju, myndarlega stúlkan. Mjúk í fasi, með blik í auga og greindarlegt enni, þar kom enginn að tómum kofanum. Lífsglöð gekk hún áfram veginn og hitti á köldu vetrarkvöldi ókunnugan mann. Þau horfðu hvort á annað, örlögin ráðin. Og eilífð ástarinnar var innsigluð í nýju lífi. Unga konan fæddi fallega barnið, var vinsæl og vinamörg, yfirburðar í leik og starfi. En ský dró fyrir sólu, henni var ætlað annað og stærra. Skarpgreinda stúlkan með hnausþykka hárið, vinkonan ljúfa, fór alltof fljótt. Það var kalsaveður og illt í sjó daginn sem dísin kvaddi jarðvistina, tók hörpu sína og snerti strengi á nýjum stað. Við vorum óhuggandi, söknuðum daglega og tárin streymdu. En einhvern veginn hélt jörðin áfram að snúast, árstíðir komu og fóru, árin liðu hjá. Smám saman rofaði til, með tímanum kom hlýjan og ljósið sem hreiðraði um sig hið innra, minningin sem aldrei hverfur. Stúlkan góða varð ljósberinn minn. Lokaðu nú augunum, lesandi góður, andaðu djúpt og hugsaðu ljós. Hvað sérðu? Sól á himni, ástina þína, bros barnanna, föður og móður, vinina góðu, frið á jörðu, útbreiddan faðm, frelsi í fjallasal? Hugsaðu. Hver er þinn ljósberi? Hlustaðu. Hann er í hjartanu. Og allt verður bjartara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Telma Tómasson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun
Desember er mörgum erfiður mánuður. Myrkrið umlykur, dagsbirtan skammvinn. Fram undan er jólahátíð, hjartans bjartasti tími ársins. Þó ekki fyrir alla, því andstæðurnar hvítt og svart leika lausum hala. Á bak við hástemmuna fela sig erfiðu stundirnar, sorg, áföll, horfnir ástvinir, mistök fortíðar, helvíti fíknilífs, andnauð fátæktar. Svo fátt eitt sé nefnt. Vinabandið var fléttað á menntaskólaárunum. Hún var fágætt eintak af manneskju, myndarlega stúlkan. Mjúk í fasi, með blik í auga og greindarlegt enni, þar kom enginn að tómum kofanum. Lífsglöð gekk hún áfram veginn og hitti á köldu vetrarkvöldi ókunnugan mann. Þau horfðu hvort á annað, örlögin ráðin. Og eilífð ástarinnar var innsigluð í nýju lífi. Unga konan fæddi fallega barnið, var vinsæl og vinamörg, yfirburðar í leik og starfi. En ský dró fyrir sólu, henni var ætlað annað og stærra. Skarpgreinda stúlkan með hnausþykka hárið, vinkonan ljúfa, fór alltof fljótt. Það var kalsaveður og illt í sjó daginn sem dísin kvaddi jarðvistina, tók hörpu sína og snerti strengi á nýjum stað. Við vorum óhuggandi, söknuðum daglega og tárin streymdu. En einhvern veginn hélt jörðin áfram að snúast, árstíðir komu og fóru, árin liðu hjá. Smám saman rofaði til, með tímanum kom hlýjan og ljósið sem hreiðraði um sig hið innra, minningin sem aldrei hverfur. Stúlkan góða varð ljósberinn minn. Lokaðu nú augunum, lesandi góður, andaðu djúpt og hugsaðu ljós. Hvað sérðu? Sól á himni, ástina þína, bros barnanna, föður og móður, vinina góðu, frið á jörðu, útbreiddan faðm, frelsi í fjallasal? Hugsaðu. Hver er þinn ljósberi? Hlustaðu. Hann er í hjartanu. Og allt verður bjartara.