Sigga Beinteins og Sigur Rós taka höndum saman á jólatónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2017 16:22 Áhugavert samstarf er framundan. Vísir/Getty Sönkonan Sigríður Beinteinsdóttir, mun ásamt góðkunnum listamönnum, koma fram á sérstökum jólatónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Tónleikarnir eru hluti af Norður og niður, tónlistarhátið Sigur Rósar sem haldin verður í Hörpu um jólin.Tónleikarnir verða haldnir þann 27. desember en hugmyndina áttu meðlimir Sigur Rósar en þeir vildu heyra öll þessi vinsælu jólalög í annars konar, myrkari búningi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, mun stjórna hljómsveitinni en hann, ásamt meðlimum Sigur Rósar, hafa kallað til einvalalið innlendra sem erlendra tónlistarmanna. Tónleikarnir eru auglýstir sem glæsilegir en lágstemmdir hátíðartónleikar „fyrir fólk sem er enn í jólaskapi en orðið nokkuð þreytt á hefðbundnum jólalögum.“ Fram koma Alexis Taylor úr Hot Chip, Peaches, Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Helga Möller, Helgi Björns, Katrína Mogensen (Mammút), Laddi, Ragga Gísla, Sigga Beinteins og Svala og er það hlutverk þeirra að „búa til fallegar, lítillátar ábreiður fyrir okkar mikilfenglegu hátíðarlög líkt og fönn sem fellur af himnum ofan á friðsælli vetrarnóttu.“ Tengdar fréttir Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Segir gott að elska Ara Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sönkonan Sigríður Beinteinsdóttir, mun ásamt góðkunnum listamönnum, koma fram á sérstökum jólatónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Tónleikarnir eru hluti af Norður og niður, tónlistarhátið Sigur Rósar sem haldin verður í Hörpu um jólin.Tónleikarnir verða haldnir þann 27. desember en hugmyndina áttu meðlimir Sigur Rósar en þeir vildu heyra öll þessi vinsælu jólalög í annars konar, myrkari búningi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, mun stjórna hljómsveitinni en hann, ásamt meðlimum Sigur Rósar, hafa kallað til einvalalið innlendra sem erlendra tónlistarmanna. Tónleikarnir eru auglýstir sem glæsilegir en lágstemmdir hátíðartónleikar „fyrir fólk sem er enn í jólaskapi en orðið nokkuð þreytt á hefðbundnum jólalögum.“ Fram koma Alexis Taylor úr Hot Chip, Peaches, Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Helga Möller, Helgi Björns, Katrína Mogensen (Mammút), Laddi, Ragga Gísla, Sigga Beinteins og Svala og er það hlutverk þeirra að „búa til fallegar, lítillátar ábreiður fyrir okkar mikilfenglegu hátíðarlög líkt og fönn sem fellur af himnum ofan á friðsælli vetrarnóttu.“
Tengdar fréttir Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Segir gott að elska Ara Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08