Logi Ólafs: Minni félögin finna leikmenn og ala þá upp og svo koma þau stóru og taka þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 18:45 Logi Ólafsson þarf að finna sér annan framherja. vísir/stefán Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00
Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37
Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15
Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00