Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 11:15 Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Breiðabliki. vísir/andri marinó Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45