Umboðssvik Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Á síðustu árum hafa fyrrverandi stjórnendur fallinna fjármálafyrirtækja verið dæmdir fyrir umboðssvik vegna óábyrgra lánveitinga fyrir hrunið. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og koma fram í auðgunarbrotakafla laganna í 249. gr. Brotið felst í því að maður sem hefur aðstöðu á hendi, þannig að annar aðili verði bundinn af ráðstöfun hans, misnotar þessa aðstöðu og samfara þessari misnotkun er veruleg fjártjónshætta. Það er eingöngu hægt að refsa mönnum fyrir brot gegn ákvæðum í auðgunarbrotakafla hegningarlaga ef brotin eru framin í auðgunarskyni. Jónatan Þórmundsson segir í fræðigrein sinni um umboðssvik frá 2007 að það sé „fortakslaust“ skilyrði að sýna þurfi fram á auðgunarásetning ef sakfella eigi mann fyrir umboðssvik. Þrátt fyrir kröfu laganna sjálfra um auðgunarásetning og afstöðu fræðimannsins hefur lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum verið fljótandi. Í Exeter-málinu (Hrd. 442/2011) var sakfellt fyrir umboðssvik. Ekki er fjallað sérstaklega um auðgunarásetning í forsendum Hæstaréttar en í málinu nutu ákærðu hins vegar fjárvinnings af broti því þeir losnuðu undan persónulegum ábyrgðum vegna lánveitingar. Í Vafningsmáli (Hrd. 88/2013) var líka ákært vegna lánveitingar. Þar var talið að skilyrðum um misnotkun aðstöðu og auðgunarásetning væri fullnægt. Hins vegar ekki talið sannað að veruleg fjártjónshætta væri fyrir hendi og því sýknað. Í dómi Hæstaréttar í Imon-málinu (Hrd. 456/2014) var sakfellt fyrir umboðssvik en í dómnum segir: „Hlutu ákærðu að hafa gert sér grein fyrir að með því að veita lán á þessum forsendum við þær aðstæður, sem ríktu á fjármála- og verðbréfamörkuðum á þessum tíma og lýst hefur verið að framan, væru þau að víkja á freklegan hátt frá því sem af þeim var krafist í störfum þeirra fyrir Landsbanka Íslands hf. Með því móti misnotuðu þau aðstöðu sína.“ Síðan fjallar Hæstiréttur um skilyrðið um auðgunarásetning en segir: „Nægir í því sambandi að sýnt sé fram á að háttsemin hafi valdið verulegri fjártjónshættu fyrir þann sem bundinn varð af henni.“ Hér virðist Hæstiréttur ganga út frá því að veruleg fjártjónshætta dugi. Ekki verður annað séð en að þarna hafi rétturinn slakað á kröfunni um auðgunarásetning. Morgunblaðið birti á laugardag samtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde frá 6. október 2008 þegar tekin var ákvörðun um að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra. Fram kemur að Davíð hafi vitað að peningarnir sem stóð til að lána myndu tapast. „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka,“ sagði Davíð. Þarna var ákveðið að lána nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins, þótt menn teldu öruggt að peningarnir myndu tapast, gegn veði í dönskum banka á tímum alþjóðlegrar fjármálakreppu. Veruleg fjártjónshætta blasti við. Héraðssaksóknari skoðaði útprentun af símtalinu á sínum tíma og taldi ekki ástæðu til að aðhafast. Annað hvort er lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum röng eða það skiptir máli hver á í hlut þegar héraðssaksóknari tekur ákvörðun um saksókn efnahagsbrota. Sitt er hvað Jón og séra Jón. Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Vafningsmálið Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Á síðustu árum hafa fyrrverandi stjórnendur fallinna fjármálafyrirtækja verið dæmdir fyrir umboðssvik vegna óábyrgra lánveitinga fyrir hrunið. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og koma fram í auðgunarbrotakafla laganna í 249. gr. Brotið felst í því að maður sem hefur aðstöðu á hendi, þannig að annar aðili verði bundinn af ráðstöfun hans, misnotar þessa aðstöðu og samfara þessari misnotkun er veruleg fjártjónshætta. Það er eingöngu hægt að refsa mönnum fyrir brot gegn ákvæðum í auðgunarbrotakafla hegningarlaga ef brotin eru framin í auðgunarskyni. Jónatan Þórmundsson segir í fræðigrein sinni um umboðssvik frá 2007 að það sé „fortakslaust“ skilyrði að sýna þurfi fram á auðgunarásetning ef sakfella eigi mann fyrir umboðssvik. Þrátt fyrir kröfu laganna sjálfra um auðgunarásetning og afstöðu fræðimannsins hefur lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum verið fljótandi. Í Exeter-málinu (Hrd. 442/2011) var sakfellt fyrir umboðssvik. Ekki er fjallað sérstaklega um auðgunarásetning í forsendum Hæstaréttar en í málinu nutu ákærðu hins vegar fjárvinnings af broti því þeir losnuðu undan persónulegum ábyrgðum vegna lánveitingar. Í Vafningsmáli (Hrd. 88/2013) var líka ákært vegna lánveitingar. Þar var talið að skilyrðum um misnotkun aðstöðu og auðgunarásetning væri fullnægt. Hins vegar ekki talið sannað að veruleg fjártjónshætta væri fyrir hendi og því sýknað. Í dómi Hæstaréttar í Imon-málinu (Hrd. 456/2014) var sakfellt fyrir umboðssvik en í dómnum segir: „Hlutu ákærðu að hafa gert sér grein fyrir að með því að veita lán á þessum forsendum við þær aðstæður, sem ríktu á fjármála- og verðbréfamörkuðum á þessum tíma og lýst hefur verið að framan, væru þau að víkja á freklegan hátt frá því sem af þeim var krafist í störfum þeirra fyrir Landsbanka Íslands hf. Með því móti misnotuðu þau aðstöðu sína.“ Síðan fjallar Hæstiréttur um skilyrðið um auðgunarásetning en segir: „Nægir í því sambandi að sýnt sé fram á að háttsemin hafi valdið verulegri fjártjónshættu fyrir þann sem bundinn varð af henni.“ Hér virðist Hæstiréttur ganga út frá því að veruleg fjártjónshætta dugi. Ekki verður annað séð en að þarna hafi rétturinn slakað á kröfunni um auðgunarásetning. Morgunblaðið birti á laugardag samtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde frá 6. október 2008 þegar tekin var ákvörðun um að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra. Fram kemur að Davíð hafi vitað að peningarnir sem stóð til að lána myndu tapast. „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka,“ sagði Davíð. Þarna var ákveðið að lána nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins, þótt menn teldu öruggt að peningarnir myndu tapast, gegn veði í dönskum banka á tímum alþjóðlegrar fjármálakreppu. Veruleg fjártjónshætta blasti við. Héraðssaksóknari skoðaði útprentun af símtalinu á sínum tíma og taldi ekki ástæðu til að aðhafast. Annað hvort er lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum röng eða það skiptir máli hver á í hlut þegar héraðssaksóknari tekur ákvörðun um saksókn efnahagsbrota. Sitt er hvað Jón og séra Jón. Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun