Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2017 06:00 Heima er best. Sölvi í Víkinni í gær. vísir/vilhelm Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45