Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2017 06:00 Heima er best. Sölvi í Víkinni í gær. vísir/vilhelm Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45