Kjörið viðurkenning fyrir íslenskt golf Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambandsins, segist ekki efast um að aðkoma sín að EGA muni gefa okkur hér á landi byr í seglin. vísir/stefán „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þessa áhrifamiklu stöðu,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Hann var um helgina kjörinn næsti forseti Evrópska golfsambandsins, EGA, á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti „verðandi forseta“ eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaembættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel Evrópska golfsambandið en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin“, segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að golfíþróttin sé með stærstu íþróttum í Evrópu. „Á Íslandi er þetta næststærsta íþróttin á eftir knattspyrnu og það sama gildir um mörg önnur Evrópuríki.“ Hann segir íþróttina vera vaxandi. „Á Íslandi hefur hún vaxið gríðarlega síðustu fimmtán ár. Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsambandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en í ár og það er jákvæð þróun í mörgum Evrópuríkjum,“ segir Haukur. Á sama tíma glími gamalgrónar golfþjóðir eins og Englendingar og Skotar við vanda, með fækkun skráðra félaga í golfklúbbum.Hvað er Evrópska golfsambandið? Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni. Evrópska golfsambandið er regnhlífasamtök allra golfsambanda í Evrópu. Haukur segir að staða Evrópska golfsambandsins í golfheiminum sé kannski ekki ósvipað og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) er í knattspyrnuheiminum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þessa áhrifamiklu stöðu,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Hann var um helgina kjörinn næsti forseti Evrópska golfsambandsins, EGA, á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti „verðandi forseta“ eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaembættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel Evrópska golfsambandið en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin“, segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að golfíþróttin sé með stærstu íþróttum í Evrópu. „Á Íslandi er þetta næststærsta íþróttin á eftir knattspyrnu og það sama gildir um mörg önnur Evrópuríki.“ Hann segir íþróttina vera vaxandi. „Á Íslandi hefur hún vaxið gríðarlega síðustu fimmtán ár. Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsambandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en í ár og það er jákvæð þróun í mörgum Evrópuríkjum,“ segir Haukur. Á sama tíma glími gamalgrónar golfþjóðir eins og Englendingar og Skotar við vanda, með fækkun skráðra félaga í golfklúbbum.Hvað er Evrópska golfsambandið? Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni. Evrópska golfsambandið er regnhlífasamtök allra golfsambanda í Evrópu. Haukur segir að staða Evrópska golfsambandsins í golfheiminum sé kannski ekki ósvipað og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) er í knattspyrnuheiminum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira