Birgir Leifur Hafþórsson hóf í nótt leik á móti í Ástralíu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi.
Birgir Leifur lék á 74 höggum í nótt en hann fékk einn fugl og þrjá skolla. Hann er sem stendur í 107.-124. sæti af 157 kylfingum alls en heimamennirnir Jordan Zunic og Adam Bland eru efstir á sex höggum undir pari.
Fyrr í þessu mánuði freistaði Birgir Leifur þess að vinna sér inn fullan þátttökurétt á mótaröðinni en komst ekki áfram á úrtökumóti sem fór fram á Spáni.
Hann tók þátt í Áskorendamótaröð Evrópu í ár og fagnaði sigri á einu móti.
Birgir Leifur ekki á meðal efstu manna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn