Við erum að spila bæði með ljósi og mynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2017 10:15 Hér er Hnúkaþeyr í öllu sínu veldi, oktett með blásturshjóðfæri sem ætlar að skapa hlýja vinda nú í skammdeginu. Tónleikarnir okkar eiga að veita birtu og yl í skammdeginu þó við séum ekki með hefðbundið jólaprógramm. Svo eru þeir spennandi því þar er meira en bara tónlistin, hún Hrund Atladóttir vídeólistakona ætlar að prýða dagskrána með vídeóverki í bakgrunni. Við erum sem sagt að spila bæði með ljósi og mynd,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagottleikari í blásaraoktettinum Hnúkaþey, um tónleika sveitarinnar í Norðurljósasal Hörpu klukkan 17 nú á sunnudaginn. Tónleikarnir bera heitið Hlýir vindar, sem vísar auðvitað til nafns kammerhópsins. Á dagskránni eru fimm ólík verk eftir íslenska höfunda. Eftir Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur verður frumflutt blússkotin ballaða sem hún umritaði fyrir Hnúkaþey á síðustu vikum. Hún nefnir það Chorale. Náttúrustemningar eru ávallt skammt undan hjá Hnúkaþey og tvö tónverkanna eru samin sérstaklega fyrir sveitina, Andar eftir Önnu Þorvaldsdóttur og …?það kemur, …?það fer, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Í Andar leika andardráttur og öldufall stórt hlutverk og verk Elínar kemur og fer eins og vatnið sem streymir áfram endalaust. Nonett eftir Pál Pampichler Pálsson og Scherzo eftir Herbert H. Ágústsson eru elstu verk efnisskrárinnar, Kristín segir þau litrík og kraftmikil. Þau voru samin árið 1984 fyrir sveitina Ensemble Reykjavik-Wien sem frumflutti þau í Vín sama ár. Hljóðfæraskipanin er blásaraoktett og trompet. Páll og Herbert fæddust báðir í Austurríki en fluttu til Íslands um miðja síðustu öld og vörðu starfsævi sinni í þágu íslensks tónlistarlífs. Herbert lést í júní síðastliðnum en Páll Pampichler er nú búsettur í Graz í Austurríki. Hnúkaþeyr var stofnaður árið 2003 og er samkvæmt 250 ára hefð skipaður tveimur óbóum, tveimur klarinettum, tveimur hornum og tveimur fagottum. Stjórnandi á tónleikunum er Carlos Caro Aguilera en Hnúkaþey skipa Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson á klarinett, Emil Friðfinnsson og Frank Hammarin á horn, og Snorri Heimisson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Trompetleikari er Baldvin Oddsson. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tónleikarnir okkar eiga að veita birtu og yl í skammdeginu þó við séum ekki með hefðbundið jólaprógramm. Svo eru þeir spennandi því þar er meira en bara tónlistin, hún Hrund Atladóttir vídeólistakona ætlar að prýða dagskrána með vídeóverki í bakgrunni. Við erum sem sagt að spila bæði með ljósi og mynd,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagottleikari í blásaraoktettinum Hnúkaþey, um tónleika sveitarinnar í Norðurljósasal Hörpu klukkan 17 nú á sunnudaginn. Tónleikarnir bera heitið Hlýir vindar, sem vísar auðvitað til nafns kammerhópsins. Á dagskránni eru fimm ólík verk eftir íslenska höfunda. Eftir Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur verður frumflutt blússkotin ballaða sem hún umritaði fyrir Hnúkaþey á síðustu vikum. Hún nefnir það Chorale. Náttúrustemningar eru ávallt skammt undan hjá Hnúkaþey og tvö tónverkanna eru samin sérstaklega fyrir sveitina, Andar eftir Önnu Þorvaldsdóttur og …?það kemur, …?það fer, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Í Andar leika andardráttur og öldufall stórt hlutverk og verk Elínar kemur og fer eins og vatnið sem streymir áfram endalaust. Nonett eftir Pál Pampichler Pálsson og Scherzo eftir Herbert H. Ágústsson eru elstu verk efnisskrárinnar, Kristín segir þau litrík og kraftmikil. Þau voru samin árið 1984 fyrir sveitina Ensemble Reykjavik-Wien sem frumflutti þau í Vín sama ár. Hljóðfæraskipanin er blásaraoktett og trompet. Páll og Herbert fæddust báðir í Austurríki en fluttu til Íslands um miðja síðustu öld og vörðu starfsævi sinni í þágu íslensks tónlistarlífs. Herbert lést í júní síðastliðnum en Páll Pampichler er nú búsettur í Graz í Austurríki. Hnúkaþeyr var stofnaður árið 2003 og er samkvæmt 250 ára hefð skipaður tveimur óbóum, tveimur klarinettum, tveimur hornum og tveimur fagottum. Stjórnandi á tónleikunum er Carlos Caro Aguilera en Hnúkaþey skipa Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson á klarinett, Emil Friðfinnsson og Frank Hammarin á horn, og Snorri Heimisson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Trompetleikari er Baldvin Oddsson. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira