Tiger Woods snéri til baka með góðum hring: „Nú elska ég lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 10:30 Tiger Woods þakkar Justin Thomas fyrir hringinn. Vísir/Getty Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty Golf Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti