Andrea Jacobsen, leikmaður Fjölnis í Olís deild kvenna í handbolta, verður næstu daga á reynslu hjá sænska liðinu Kristianstad. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Andrea, sem er nítján ára, hefur verið drifkrafturinn í liði Fjölnis í vetur og er markahæst Fjölniskvenna með 53 mörk í 12 leikjum.
Hún spilaði sig inn í landsliðshópinn með framistöðu sinni og spilaði sína fyrstu leiki með A-landsliði kvenna í vetur.
Kristianstad er í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
