Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:15 Ómar segir ISAVIA freista þess að leggja stein í götu BaseParking. vísir/anton brink Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira