Við verðum með skemmtilegt prógramm og flytjum það bæði á hátíðlegan og hressilegan hátt,“ segir Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti með meiru, um tónleika Jólanornanna í Snorrabúð í Söngskólanum í Reykjavík nú um helgina.
Hún er ein nornanna, hinar eru þær Elsa Waage, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Berta Dröfn Ómarsdóttir og Íris Sveinsdóttir. Allar eru þær þrautþjálfaðar í tónlist og hafa unnið saman á víxl áður en sjaldan allar saman. „Við byrjuðum samt í fyrra og þá í svítunni í Gamla bíói. Okkur fannst svo gaman að okkur langaði að vinna meira saman,“ segir Svava Kristín.
Tónleikarnir verða tvennir, í kvöld klukkan 20 og á morgun klukkan 17. Á dagskránni eru að sjálfsögðu jólalög, íslensk og erlend, ballöður og syrpur.
Ballöður og syrpur í flutningi Jólanornanna
