Tveir leikir fóru fram í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, í kvöld. Grótta og Valur komust þá áfram.
Grótta lenti í miklu basli gegn 1. deildarliði Akureyrar fyrir norðan en marði eins marks sigur, 28-29, eftir a hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik, 12-14.
Júlíus Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Brynjar Grétarsson skoraði níu mörk fyrir Akureyri.
Bikarmeistarar Vals lentu svo ekki í neinum vandræðum gegn Hvíta riddaranum eins og búist var við. Valur vann þann leik, 30-18, eftir því sem næst verður komist.
Grótta slapp með skrekkinn á Akureyri | Auðvelt hjá meisturunum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Mourinho grét á blaðamannafundi
Fótbolti

Fótboltamaður drukknaði
Fótbolti




Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn

Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum
Íslenski boltinn
