Handbolti

Aron Rafn: Skiljanlegt ef ég verð ekki valinn í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson í þungum þönkum á bekknum hjá ÍBV.
Aron Rafn Eðvarðsson í þungum þönkum á bekknum hjá ÍBV. vísir/stefán
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki staðið undir væntingum hjá ÍBV í vetur en hrökk loksins í gang í leiknum gegn Haukum á dögunum.

Markvörðurinn hefur átt fast sæti í landsliðinu síðustu ár og hefur verið mikil umræða meðal handboltaáhugamanna hvort hann eigi skilið að vera í EM-hópnum í janúar miðað við það sem hann hefur sýnt í vetur.

„Ég hef lítið fylgst með umræðunni. Ég gerði það aðeins í byrjun en svo hugsaði ég að það væri betra að sleppa því. Svo verður maður að taka þessari gagnrýni. Maður er stórlax í lítilli tjörn og svo eru þeir að selja sjónvarp,“ segir Aron Rafn í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni.

„Ég met stöðu mína í landsliðinu þannig að ég er alltaf til í að hoppa inn. Það er skiljanlegt ef ég verð ekki valinn enda ekki búinn að standa mig vel. Ég hef ekki verið með hausinn rétt skrúfaðan á. Ef kallið kemur fyrir Króatíu þá er ég klárlega tilbúinn. Ég sýndi í siðasta leik að ég er ekki búinn að gleyma neinu þó svo ég hafi ekki verið upp á mitt besta í vetur.“

Hlusta má á viðtalið við Aron í Akraborginni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×