Elskhuginn sem aldrei gleymdist 12. desember 2017 10:00 Kristín Jóhannsdóttir starfar sem safnstjóri í Eldheimum í Vestmannaeyjum. KYNNING: Kristín Jóhannsdóttir bjó í Leipzig síðustu árin fyrir fall Berlínarmúrsins. Í bókinni Ekki gleyma mér lýsir hún lífinu í Austur-Þýskalandi og leit sinni að ástmanni sem hvarf þegar múrinn féll. Kristín Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eldheima í Vestmannaeyjum. Hún var um langt árabil fréttaritari Ríkisútvarpsins í Berlín. Árið 1987 bjó hún í Austur- Þýskalandi í nokkra mánuði og kynntist manni sem hún lýsir svo á bókarkápu: „Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu?“ Eins og sést á þessum texta er þetta afar persónuleg bók. „Hvatinn að skrifunum var, eins og segir á kápunni, að mig langaði að vita hvað varð um strák, kærasta sem ég átti þegar ég var ung í námi í Austur-Þýskalandi áður en múrinn fellur,“ segir Kristín. „Bókin hefst ekki í símaskránni eða hagstofunni, mig langaði einfaldlega til að vita: var hann Stasi-maður eða ekki? Leipzig er er mikil uppáhaldsborg hjá mér og smám saman fór mig að langa til að púsla saman þessari sögu, bæði af okkur og einnig hvernig var að búa í Leipzig áður en múrinn féll. Titillinn á bókinni er Ekki gleyma mér, ég á ekki þá setningu en hún fellur vissulega einhvers staðar um miðja bók á mjög dramatísku augnabliki.“ Kristín segir að reynsla sín sem blaðamaður og fréttaritari hafi vissulega hjálpað sér við skrifin. „En þegar ég var fréttaritari varð allt að vera svo hnitmiðað og þess vegna var svo gaman að fá að kafa niður í efnið í þessum skrifum. Ég ætlaði kannski ekkert endilega að verða rithöfundur en ég á þessa áhugaverðu fortíð og svo fléttast saman við hana sýn mín á Austur- Þýskaland, heilmikill fróðleikur um hvernig þessi veröld kom okkur Vesturlandabúum fyrir sjónir, hvernig daglegt líf var og hvernig fólki ég kynntist. Oft fannst mér að ég væri að leika í bíómynd, þetta gæti ekki verið veruleikinn.“ Kristín hélt dagbók þegar hún var í Austur-Þýskalandi og það hjálpaði heilmikið til. „Það eru svo margir að skrifa ævisögur og ég skil ekki hvernig fólk getur skrifað ævisögur og munað allt sem gerðist marga áratugi aftur í tímann án þess að skrifa dagbók. Þegar ég fór að lesa dagbókina aftur eftir að hafa ekki snert á henni í tuttugu og fimm ár voru það smáatriðalýsingarnar, allir þessir litlu hlutir sem gera mér kleift að draga upp þessa mynd, það er ekki möguleiki að ég hefði munað öll þessi litlu smáatriði ef ég hefði ekki haft dagbókina.“ Kristín segir það meðvitaða ákvörðun að hafa ekki myndir í bókinni. „Bæði á ég ekki mikið af myndum frá þessum tíma en það kemur líka fram í byrjun bókar að ég þarf á sumum stöðum að færa í stílinn, breyta nöfnum og aðstæðum og þess háttar af því maður gengur gríðarlega nærri fólki sem maður þekkir og þekkti. Og þess vegna eru heldur engar myndir. Á forsíðunni er reyndar gömul mynd af mér sem var tekin á ljósmyndastofu í Leipzig á þessum árum og það var meira útgefandinn sem vildi setja hana á forsíðuna en ég. En núna finnst mér það skemmtilegt því það er einmitt þessi stelpa sem var í Leipzig, þetta er ekki virðulegi safnstjórinn í Vestmannaeyjum sem er að skrifa. Mér finnst líka að þegar maður er að gera svona á annað borð þýði ekkert að vera spéhræddur og sleppa því sem mótar atburði og líðan, hvort sem við erum að tala um erótík eða lýsingar á erfiðum atburðum og þá læt ég dagbókina tala.“Myndin á bókarkápu Ekki gleyma mér er tekin í Leipzig þegar atburðirnir sem sagan byggir á eiga sér stað."Ég keypti Ekki gleyma mér í Eymundsson að morgni dags, byrjaði að lesa í hádeginu, ýtti öllum dægurverkum til hliðar og las fram undir kvöldmat. Gat ekki hætt fyrr en bókin var lesin til enda.Pólitík? Já! Mannkynssaga? Já! Ástarsaga? Já, heldur betur! Erótík? Já í bland! Spennusaga? Já!Ég les mikið en langt er síðan ég hef sogast svona í huganum inn í atburðarás með bók í hönd. Saga Kristínar Jóhannsdóttur er íslensk og alþjóðleg í senn. Þökk sé henni fyrir að vera svona hugrökk, opinská, einlæg og sönn. Þetta er bók sem á margfalt erindi á alþjóðlegan markað.Þú leggur ekki bókina frá þér fyrr en þú hefur lesið til enda …"Atli Rúnar Halldórsson Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Sjá meira
KYNNING: Kristín Jóhannsdóttir bjó í Leipzig síðustu árin fyrir fall Berlínarmúrsins. Í bókinni Ekki gleyma mér lýsir hún lífinu í Austur-Þýskalandi og leit sinni að ástmanni sem hvarf þegar múrinn féll. Kristín Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eldheima í Vestmannaeyjum. Hún var um langt árabil fréttaritari Ríkisútvarpsins í Berlín. Árið 1987 bjó hún í Austur- Þýskalandi í nokkra mánuði og kynntist manni sem hún lýsir svo á bókarkápu: „Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu?“ Eins og sést á þessum texta er þetta afar persónuleg bók. „Hvatinn að skrifunum var, eins og segir á kápunni, að mig langaði að vita hvað varð um strák, kærasta sem ég átti þegar ég var ung í námi í Austur-Þýskalandi áður en múrinn fellur,“ segir Kristín. „Bókin hefst ekki í símaskránni eða hagstofunni, mig langaði einfaldlega til að vita: var hann Stasi-maður eða ekki? Leipzig er er mikil uppáhaldsborg hjá mér og smám saman fór mig að langa til að púsla saman þessari sögu, bæði af okkur og einnig hvernig var að búa í Leipzig áður en múrinn féll. Titillinn á bókinni er Ekki gleyma mér, ég á ekki þá setningu en hún fellur vissulega einhvers staðar um miðja bók á mjög dramatísku augnabliki.“ Kristín segir að reynsla sín sem blaðamaður og fréttaritari hafi vissulega hjálpað sér við skrifin. „En þegar ég var fréttaritari varð allt að vera svo hnitmiðað og þess vegna var svo gaman að fá að kafa niður í efnið í þessum skrifum. Ég ætlaði kannski ekkert endilega að verða rithöfundur en ég á þessa áhugaverðu fortíð og svo fléttast saman við hana sýn mín á Austur- Þýskaland, heilmikill fróðleikur um hvernig þessi veröld kom okkur Vesturlandabúum fyrir sjónir, hvernig daglegt líf var og hvernig fólki ég kynntist. Oft fannst mér að ég væri að leika í bíómynd, þetta gæti ekki verið veruleikinn.“ Kristín hélt dagbók þegar hún var í Austur-Þýskalandi og það hjálpaði heilmikið til. „Það eru svo margir að skrifa ævisögur og ég skil ekki hvernig fólk getur skrifað ævisögur og munað allt sem gerðist marga áratugi aftur í tímann án þess að skrifa dagbók. Þegar ég fór að lesa dagbókina aftur eftir að hafa ekki snert á henni í tuttugu og fimm ár voru það smáatriðalýsingarnar, allir þessir litlu hlutir sem gera mér kleift að draga upp þessa mynd, það er ekki möguleiki að ég hefði munað öll þessi litlu smáatriði ef ég hefði ekki haft dagbókina.“ Kristín segir það meðvitaða ákvörðun að hafa ekki myndir í bókinni. „Bæði á ég ekki mikið af myndum frá þessum tíma en það kemur líka fram í byrjun bókar að ég þarf á sumum stöðum að færa í stílinn, breyta nöfnum og aðstæðum og þess háttar af því maður gengur gríðarlega nærri fólki sem maður þekkir og þekkti. Og þess vegna eru heldur engar myndir. Á forsíðunni er reyndar gömul mynd af mér sem var tekin á ljósmyndastofu í Leipzig á þessum árum og það var meira útgefandinn sem vildi setja hana á forsíðuna en ég. En núna finnst mér það skemmtilegt því það er einmitt þessi stelpa sem var í Leipzig, þetta er ekki virðulegi safnstjórinn í Vestmannaeyjum sem er að skrifa. Mér finnst líka að þegar maður er að gera svona á annað borð þýði ekkert að vera spéhræddur og sleppa því sem mótar atburði og líðan, hvort sem við erum að tala um erótík eða lýsingar á erfiðum atburðum og þá læt ég dagbókina tala.“Myndin á bókarkápu Ekki gleyma mér er tekin í Leipzig þegar atburðirnir sem sagan byggir á eiga sér stað."Ég keypti Ekki gleyma mér í Eymundsson að morgni dags, byrjaði að lesa í hádeginu, ýtti öllum dægurverkum til hliðar og las fram undir kvöldmat. Gat ekki hætt fyrr en bókin var lesin til enda.Pólitík? Já! Mannkynssaga? Já! Ástarsaga? Já, heldur betur! Erótík? Já í bland! Spennusaga? Já!Ég les mikið en langt er síðan ég hef sogast svona í huganum inn í atburðarás með bók í hönd. Saga Kristínar Jóhannsdóttur er íslensk og alþjóðleg í senn. Þökk sé henni fyrir að vera svona hugrökk, opinská, einlæg og sönn. Þetta er bók sem á margfalt erindi á alþjóðlegan markað.Þú leggur ekki bókina frá þér fyrr en þú hefur lesið til enda …"Atli Rúnar Halldórsson
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Sjá meira