Besti skólinn að fara á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2017 06:30 Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu á Asíuleikunum í janúar á næsta ári. Markmiðið er að lenda í einu af fjórum efstu sætunum. Fréttablaðið/Anton Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki. Íslenski handboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira