Golfheimurinn gladdist mikið er Tiger Woods snéri til baka á dögunum. Reyndar ekki allir því sjálfur Jack Nicklaus hefur engan áhuga á því að horfa á Tiger.
Tiger spilaði frábærlega á mótinu sínu í Bahamas á dögunum og fékk fólk til þess að trúa því að hann geti komið til baka og keppt um sigur á mótum á nýjan leik.
„Ég hef engan áhuga á þessari endurkomu,“ sagði eldhress Nicklaus sem þó fylgdist með Tiger á Bahamas en hann ætlar að láta þar við sitja.
„Vona ég að Tiger gangi vel? Að sjálfsögðu en ég hef bara ekki áhuga á því að horfa á hann. Ég er búinn að horfa á hann spila í rúm 20 ár. Af hverju ætti ég að vilja horfa á meira? Ég horfi ekkert á golf lengur.“
Tiger mun væntanlega keppa næst um miðja febrúar.
