Guðrún Brá náði ekki í gegn á Evrópumótaröðina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 14:44 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mynd/gsí Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi í dag er hún lauk leik á lokaúrtökumótinu í Marokkó. Aðeins 25 efstu kylfingar mótsins vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni og var okkar kona nokkuð fjarri þeim hópi. Hún var í 51. sæti fyrir lokadaginn og því vitað mál að það yrði á brattann að sækja. Hún endaði í 53.-56. sæti. Hún lék á 73 höggum í dag eða á einu höggi yfir pari. Sautjánda holan fór mjög illa með Keiliskonuna. Sú er par 3 en Guðrún Brá lenti í miklum vandræðum á holunni sem hún lék á 6 höggum. Fyrir utan þessa sprengju lék hún vel. Fékk tvo fugla en allar hinar holurnar fór hún á pari. Guðrún Brá lék hringina fimm í Marokkó á 74, 70, 70, 75 og 73 höggum. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu og gerði hún vel í að komast á lokaúrtökumótið. Hún er fjórða íslenska konan sem nær því. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi í dag er hún lauk leik á lokaúrtökumótinu í Marokkó. Aðeins 25 efstu kylfingar mótsins vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni og var okkar kona nokkuð fjarri þeim hópi. Hún var í 51. sæti fyrir lokadaginn og því vitað mál að það yrði á brattann að sækja. Hún endaði í 53.-56. sæti. Hún lék á 73 höggum í dag eða á einu höggi yfir pari. Sautjánda holan fór mjög illa með Keiliskonuna. Sú er par 3 en Guðrún Brá lenti í miklum vandræðum á holunni sem hún lék á 6 höggum. Fyrir utan þessa sprengju lék hún vel. Fékk tvo fugla en allar hinar holurnar fór hún á pari. Guðrún Brá lék hringina fimm í Marokkó á 74, 70, 70, 75 og 73 höggum. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu og gerði hún vel í að komast á lokaúrtökumótið. Hún er fjórða íslenska konan sem nær því.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira