Golf

Johnson með yfirburði á Hawaii

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dustin með verðlaunin sín á Hawaii.
Dustin með verðlaunin sín á Hawaii. vísir/getty
Dustin Johnson sýndi og sannaði um helgina að hann er svo sannarlega besti kylfingur heims í dag.

Johnson lék lokahringinn á Sentry-mótinu á Hawaii á 65 höggum og vann mótið með átta högga mun.  Hann átti tvö högg fyrir lokadaginn en spýtti þá bara í lófana. Hann endaði á 24 höggum undir pari.

Jon Rahm varð annar á 16 höggum undir pari og Brian Harman tók þriðja sætið á 15 höggum undir pari.

Johnson er búinn að vera lengi í efsta sæti heimslistans og ljóst að hann mun ekki gefa það sæti eftir á næstunni. Jordan Spieth er í öðru sæti heimslistans og Jon Rahm því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×