Aron Pálmarsson verður ekki í leikmannahóp Íslands sem mætir Þýskalandi í dag kl 13:00.
Leikurinn, sem leikinn er í þýsku borginni Ulm, er síðasti vináttuleikur liðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í Króatíu á föstudag.
Í tilkynningu frá HSÍ segir að Aron verði hvíldur í leiknum í dag vegna smávægilegra meiðsla.
Að öðru leyti er hópurinn sá sami og laut í lægra haldi gegn þýska landsliðinu síðastliðinn föstudag, 36-29.

