Ofsóttir guðsmenn Óttar Guðmundsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Biskup Íslands tjáði sig á liðnu ári um ýmis brýn samfélagsmál. Henni fannst t.d. af og frá að stolin gögn væru notuð til að afhjúpa hneykslismál. Einnig krafðist hún með réttu kauphækkunar og afturvirkrar leiðréttingar á launum sínum. Þá sagði biskup að embættisbústaður við Bergstaðastræti væri kvöð fremur en hlunnindi enda þyrfti hún að greiða 80 þúsund kall í leigu á mánuði. Þetta ásamt fleiru varð tilefni upphlaupa og neikvæðra yfirlýsinga á samfélagsmiðlum. Margir gengu úr Þjóðkirkjunni og hvöttu aðra til úrsagnar vegna einhverra ummæla biskups. Þessi gauragangur í kommentakerfinu varð til þess að ýmsir valinkunnir sóma- og gáfumenn/konur risu upp biskupi til varnar og sögðu hana lagða í einelti af þjóð sinni. Hafa ber í huga að þetta er ekki einsdæmi. Íslendingar hafa ofsótt sína ágætustu guðsmenn um aldir. Guðmundur góði Arason var hundeltur um allt land af hrokafullum höfðingjum og alls konar skríl sem réðist að honum með grjótkasti og fúkyrðum. Svo rammt kvað að einelti gagnvart Jóni Gerrekssyni Skálholtsbiskup að honum var að lokum drekkt í Brúará. Jón Arason var hálshöggvinn af undirmálsmönnum í grófu eineltismáli. Jón Vídalín var ofsóttur af veraldlegum höfðingjum og lítilsigldum alþýðumönnum. Þessir ofsóttu biskupar risu þó til hæstu hæða. Guðmundur Arason er enn í dag þjóðardýrlingur landsmanna og fjölmargir trúa á Jón Arason og helgi hans. Húslestrarpostilla Vídalíns var í hávegum höfð um aldir. Frú Agnes þarf því ekki að örvinglast yfir bullinu á samfélagsmiðlunum. Hún getur borið höfuðið hátt. Eftir 2-300 ár verður hún tekin í helgra manna og kvenna tölu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Biskup Íslands tjáði sig á liðnu ári um ýmis brýn samfélagsmál. Henni fannst t.d. af og frá að stolin gögn væru notuð til að afhjúpa hneykslismál. Einnig krafðist hún með réttu kauphækkunar og afturvirkrar leiðréttingar á launum sínum. Þá sagði biskup að embættisbústaður við Bergstaðastræti væri kvöð fremur en hlunnindi enda þyrfti hún að greiða 80 þúsund kall í leigu á mánuði. Þetta ásamt fleiru varð tilefni upphlaupa og neikvæðra yfirlýsinga á samfélagsmiðlum. Margir gengu úr Þjóðkirkjunni og hvöttu aðra til úrsagnar vegna einhverra ummæla biskups. Þessi gauragangur í kommentakerfinu varð til þess að ýmsir valinkunnir sóma- og gáfumenn/konur risu upp biskupi til varnar og sögðu hana lagða í einelti af þjóð sinni. Hafa ber í huga að þetta er ekki einsdæmi. Íslendingar hafa ofsótt sína ágætustu guðsmenn um aldir. Guðmundur góði Arason var hundeltur um allt land af hrokafullum höfðingjum og alls konar skríl sem réðist að honum með grjótkasti og fúkyrðum. Svo rammt kvað að einelti gagnvart Jóni Gerrekssyni Skálholtsbiskup að honum var að lokum drekkt í Brúará. Jón Arason var hálshöggvinn af undirmálsmönnum í grófu eineltismáli. Jón Vídalín var ofsóttur af veraldlegum höfðingjum og lítilsigldum alþýðumönnum. Þessir ofsóttu biskupar risu þó til hæstu hæða. Guðmundur Arason er enn í dag þjóðardýrlingur landsmanna og fjölmargir trúa á Jón Arason og helgi hans. Húslestrarpostilla Vídalíns var í hávegum höfð um aldir. Frú Agnes þarf því ekki að örvinglast yfir bullinu á samfélagsmiðlunum. Hún getur borið höfuðið hátt. Eftir 2-300 ár verður hún tekin í helgra manna og kvenna tölu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.