Eignaðist barn 16. desember og spilaði í Olís deild kvenna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2018 18:50 Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum. Vísir/Hanna Steinunn Björnsdóttir, besti leikmaður Olís deildar kvenna á síðasta tímabili, er mætt aftur í slaginn með Íslandsmeisturum Fram. Steinunn spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Fram mætti Haukum í 13. umferð Olís-deildar kvenna. Um mikinn dramaleik var að ræða þar sem Haukar skoruðu fjögur síðustu mörkin og lönduðu sigri 24-23. Steinunn eignaðist barn 16. desember eða fyrir aðeins 29 dögum. Hún er því að spila sinn fyrsta leik í efstu deild innan við mánuði eftir fæðingu. Steinunn er komin í gott form og sýndi það í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í vörninni þar sem hún var að stela boltum og verja skot. Þetta er gríðarlega stórar fréttir fyrir Framliðið enda eru Safarmýrarkonur að fá til baka lykilmann úr Íslandsmeistaraliðinu í fyrra. Steinunn tók þrennuna á síðasta tímabili því auk þess að leikmenn hafi valið hana besta þá var einnig valin mikilvægasti leikmaðurinn af þjálfurum deildarinnar og var auk þess kosin besti varnarmaður deildarinnar.Náði að komast í form í jólafríinu Steinunn sagðist í viðtali eftir leik ekki hafa búist við því að geta spilað fyrsta leik eftir áramót en meðgangan gekk vel og hefur hún getað æft vel síðan hún átti. Steinunn sem átti fyrir tímann var sett 2. janúar svo það var ennþá betra að litla stelpan var tilbúin í heiminn og allt gekk að óskum fyrir Steinunni sem náði að koma sér í gott form í jólafríinu. „Meðgangan gekk vel, ég átti fyrir tímann og ég æfði vel, átti reyndar ekki von á að ná fyrsta leik eftir áramót en ég er glöð að vera komin tilbaka. Ég er kannski ekki alveg komin í mitt gamla form, það er ennþá smá í það. Ég var í varnarskiptingu í dag svo ég náði góðri hvíld inná milli, vonandi kemur þetta bara tímanum“ „Ég hef svo gaman að þessu, ég væri auðvitað ekki í þessu ef mér þætti þetta ekki gaman. Minn styrkleiki er líka að vera ánægð og peppa alla og ég hef líka gaman að því.“ sagði Steinunn að lokum en það sást vel á vellinum í dag, leikgleðin var mikil og naut hún þess að vera komin aftur. Fréttin var uppfærð að leik loknum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir, besti leikmaður Olís deildar kvenna á síðasta tímabili, er mætt aftur í slaginn með Íslandsmeisturum Fram. Steinunn spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Fram mætti Haukum í 13. umferð Olís-deildar kvenna. Um mikinn dramaleik var að ræða þar sem Haukar skoruðu fjögur síðustu mörkin og lönduðu sigri 24-23. Steinunn eignaðist barn 16. desember eða fyrir aðeins 29 dögum. Hún er því að spila sinn fyrsta leik í efstu deild innan við mánuði eftir fæðingu. Steinunn er komin í gott form og sýndi það í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í vörninni þar sem hún var að stela boltum og verja skot. Þetta er gríðarlega stórar fréttir fyrir Framliðið enda eru Safarmýrarkonur að fá til baka lykilmann úr Íslandsmeistaraliðinu í fyrra. Steinunn tók þrennuna á síðasta tímabili því auk þess að leikmenn hafi valið hana besta þá var einnig valin mikilvægasti leikmaðurinn af þjálfurum deildarinnar og var auk þess kosin besti varnarmaður deildarinnar.Náði að komast í form í jólafríinu Steinunn sagðist í viðtali eftir leik ekki hafa búist við því að geta spilað fyrsta leik eftir áramót en meðgangan gekk vel og hefur hún getað æft vel síðan hún átti. Steinunn sem átti fyrir tímann var sett 2. janúar svo það var ennþá betra að litla stelpan var tilbúin í heiminn og allt gekk að óskum fyrir Steinunni sem náði að koma sér í gott form í jólafríinu. „Meðgangan gekk vel, ég átti fyrir tímann og ég æfði vel, átti reyndar ekki von á að ná fyrsta leik eftir áramót en ég er glöð að vera komin tilbaka. Ég er kannski ekki alveg komin í mitt gamla form, það er ennþá smá í það. Ég var í varnarskiptingu í dag svo ég náði góðri hvíld inná milli, vonandi kemur þetta bara tímanum“ „Ég hef svo gaman að þessu, ég væri auðvitað ekki í þessu ef mér þætti þetta ekki gaman. Minn styrkleiki er líka að vera ánægð og peppa alla og ég hef líka gaman að því.“ sagði Steinunn að lokum en það sást vel á vellinum í dag, leikgleðin var mikil og naut hún þess að vera komin aftur. Fréttin var uppfærð að leik loknum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira