Danir hefndu ófaranna fyrir Guðmund Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 21:05 Rasmus Lauge átti stórleik í kvöld. Vísir/Getty Danir fara vel af stað á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Ungverjum í D-riðli í kvöld, 32-25. Þar með náðu þeir að hefna fyrir óvænt tap liðsins fyrir Ungverjum í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi í fyrra. Það reyndist vera síðasti leikur Guðmundar Guðmundssonar með danska landsliðið. Danir voru með tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, 14-12, en stungu Ungverja af í þeim síðari. Mestu munaði um 6-1 kafla Dana snemma í síðari hálfleik. Rasmus Lauge Schmidt skoraði sjö mörk fyrir Dani og Mikkel Hansen sex. Mate Lekai skoraði fimm mörk fyrir Ungverja. Niklas Landin fann sig engan veginn í marki Dana í kvöld og varði aðeins eitt af þeim ellefu skotum sem hann fékk á sig í kvöld. Jannick Green kom inn og átti stórleik - varði 10 skot og var með 43% hlutfallsmarkvörslu.Í sama riðli fóru Spánverjar létt með Tékka, 32-15. Tékkar voru sjö mörkum undir í hálfleik, 16-9, og skoruðu svo aðeins sex mörk í síðari hálfleik. Þrír leikmenn skoruðu fimm mörk fyrir Spánverja í kvöld - Valero Rivera, Raul Entrerrios og Ferran Sole en markahæstur hjá Tékkum var Stanislav Kasparek með fimm mörk. Rodrigo Corrales átti stórleik í marki Spánar eftir að hann kom inn á og varði átta skot - 57% þeirra sem hann fékk á sig í leiknum.Í C-riðli vann Makedónía heldur óvæntan sigur á Slóveníu, 25-24. Filip Lazarov skoraði sigurmark Makedóníu en ekkert var skorað síðustu þrjár mínútur leiksins. Tveir menn - Dejan Manaskov með átta mörk og Lazarov með sjö - skoruðu fimmtán af 25 mörkum Makedóníu í kvöld. Fyrr í dag vann Þýskaland öruggan sigur á Svartfjallalandi í sama riðli, 32-19. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þjóðverjar byrjuðu á stórsigri á EM Þýskaland, sem fór illa með strákana okkar um síðustu helgi, lítur vel út. 13. janúar 2018 17:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Danir fara vel af stað á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Ungverjum í D-riðli í kvöld, 32-25. Þar með náðu þeir að hefna fyrir óvænt tap liðsins fyrir Ungverjum í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi í fyrra. Það reyndist vera síðasti leikur Guðmundar Guðmundssonar með danska landsliðið. Danir voru með tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, 14-12, en stungu Ungverja af í þeim síðari. Mestu munaði um 6-1 kafla Dana snemma í síðari hálfleik. Rasmus Lauge Schmidt skoraði sjö mörk fyrir Dani og Mikkel Hansen sex. Mate Lekai skoraði fimm mörk fyrir Ungverja. Niklas Landin fann sig engan veginn í marki Dana í kvöld og varði aðeins eitt af þeim ellefu skotum sem hann fékk á sig í kvöld. Jannick Green kom inn og átti stórleik - varði 10 skot og var með 43% hlutfallsmarkvörslu.Í sama riðli fóru Spánverjar létt með Tékka, 32-15. Tékkar voru sjö mörkum undir í hálfleik, 16-9, og skoruðu svo aðeins sex mörk í síðari hálfleik. Þrír leikmenn skoruðu fimm mörk fyrir Spánverja í kvöld - Valero Rivera, Raul Entrerrios og Ferran Sole en markahæstur hjá Tékkum var Stanislav Kasparek með fimm mörk. Rodrigo Corrales átti stórleik í marki Spánar eftir að hann kom inn á og varði átta skot - 57% þeirra sem hann fékk á sig í leiknum.Í C-riðli vann Makedónía heldur óvæntan sigur á Slóveníu, 25-24. Filip Lazarov skoraði sigurmark Makedóníu en ekkert var skorað síðustu þrjár mínútur leiksins. Tveir menn - Dejan Manaskov með átta mörk og Lazarov með sjö - skoruðu fimmtán af 25 mörkum Makedóníu í kvöld. Fyrr í dag vann Þýskaland öruggan sigur á Svartfjallalandi í sama riðli, 32-19.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þjóðverjar byrjuðu á stórsigri á EM Þýskaland, sem fór illa með strákana okkar um síðustu helgi, lítur vel út. 13. janúar 2018 17:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Þjóðverjar byrjuðu á stórsigri á EM Þýskaland, sem fór illa með strákana okkar um síðustu helgi, lítur vel út. 13. janúar 2018 17:45