Veigar Páll á kaflaskilum: Sárt að rifja upp viðskilnaðinn við landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2018 12:30 Veigar í leik með Stjörnunni. vísir/hanna Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira