Spánverjar leika til úrslita á Evrópumótinu í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Frökkum í fyrri undanúrslitaleik mótsins.
Strax frá upphafi leiks voru Spánverjar með fótin aðeins framar en Heimsmeistararnir og spiluðu frábæra vörn sem kom í veg fyrir franskt mark í tíu mínútur undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléi var 15-9 fyrir Spánverja.
Seinni hálfleikurinn var meira af því sama, Spánverjar spiluðu mun betur og voru með Frakkana í greipum sér. Þeir komust mest í níu marka forystu í seinni hálfleik.
En Frakkar eru ekki margverðlaunaðir fyrir ekki neitt og náðu að koma til baka og skora 6 mörk í röð sem minnkaði muninn niður í þrjú mörk þegar tíu mínútur lifðu af leiknum. Þá sögðu Spánverjar stopp og fóru að lokum með 27-23 sigur.
Leikurinn var fyrsti tapleikur Frakka á mótinu. Hinn 38 ára gamli Arpad Sterbik var kallaður inn í hóp Spánverja vegna meiðsla Gonzalo Vargas og hann skilaði svo sannarlega sínu, kom inn og varði 3 vítaköst.
Það kemur í ljós seinna í kvöld hverjir verða andstæðingar Spánverja í úrslitunum, en þetta er í fimmta skipti sem Spánverjar leika til úrslita. Þeir hafa þó aldrei náð að hampa Evrópumeistaratitlinum.
Spánverjar í úrslit eftir sigur á Frökkum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn