Stjarnan vill ekki skrifa undir fyrir Guðjón fyrr en að FIFA gefur grænt Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 11:30 Guðjón Baldvinsson verður að vera klár fyrir Stjörnuna í apríl. vísir/anton brink Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12
Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59