Stjarnan vill ekki skrifa undir fyrir Guðjón fyrr en að FIFA gefur grænt Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 11:30 Guðjón Baldvinsson verður að vera klár fyrir Stjörnuna í apríl. vísir/anton brink Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12
Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki