Ólafía Þórunn með sex skolla á fyrsta hring ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2018 17:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Golf Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira