Slayer ætlar að setjast í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 22:33 Tom Araya (t.v.) og Kerry King (t.h.), einu upphaflegu meðlimir Slayer sem eru enn í sveitinni, hafa marga fjöruna sopið. Vísir/AFP Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira