Laugar keyptar fyrir tæpan hálfan milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Hótel Edda, dótturfélag Icelandair-hótelanna, hefur selt gistingu á Laugum í Sælingsdal á sumrin. Stefnt er að lengri opnun. vísir/gar Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt 460 milljóna króna kauptilboð einkahlutafélagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Sveitarstjórinn segir eftirspurn hafa ráðið því að kaupverðið er 70 milljónum lægra en verðmiði sveitarfélagsins. Um er að ræða tilboð í jörðina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 herbergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, eða alls um fimm þúsund fermetra. Arnarlón er í eigu Þórhalls Arnar Hinrikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa og fyrrverandi knattspyrnumanns. Félagið gerði þrjú tilboð í Laugar. Það fyrsta barst sveitarstjórninni í lok október en það sem var á endanum samþykkt þann 18. desember. Eigandi Arnarlóns ætlar að efla hótelreksturinn sem er nú einungis opinn tvo og hálfan mánuð á ári. „Eins og hann lýsir þessu fyrir okkur hefur hann áform um að byggja þarna upp ferðamannastað og það fyrsta er að lengja opnunartímann,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og staðfestir að samkvæmt áformum Arnarlóns sé stefnt að heilsársrekstri hótelsins. „Icelandair-hótelin eru með samning og eiga tvö ár eftir og það þarf að gera þetta í samvinnu við þá. Ferðamönnum hér hefur fjölgað um vor og haust og eðlilegt að menn horfi til þess að reyna að auka þjónustuna,“ segir Sveinn. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um kauptilboðið fyrir viku. Annar þeirra telur kaupverðið of lágt en báðir sögðu málið bæði stórt og erfitt fyrir íbúa Dalabyggðar. Laugar eru í grunninn gamall grunnskóli með heimavist og fyrir 17 árum var elsta hluta hans breytt í hótel. Sveitarfélagið auglýsti það til sölu í september 2016 en það keypti fasteignirnar af ríkinu árið 2013. „Hér er sveitarstjórn búin að setja sér þá stefnu fyrir löngu síðan að það þyrfti að byggja upp íþróttamannvirki við grunnskólann í Búðardal og til þess að það sé hægt þarf að selja eignir. Ég held að það geti allir verið sammála um að við vildum fá meira fyrir þetta en sennilega er gamli sannleikurinn sá að hlutirnir eru ekki verðmætari en það sem einhver er til í að borga fyrir þá,“ segir Sveinn. Þórhallur Örn sagðist ekki vilja tjá sig um viðskiptin á þessu stigi þegar eftir því var leitað.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira