Tiger Woods kláraði sitt fyrsta heila mót í tvö ár um nýliðna helgi og er byrjaður að klifra hratt upp heimslistann.
Hann eyddi mörgum árum á toppi heimslistans er hann var á toppi ferilsins. Þar sem hann hefur spilað lítið golf síðustu árin þá hefur hann eðlilega verið í frjálsu falli á heimslistanum.
Tiger var í 647. sæti fyrir helgina en er nú kominn upp í sæti 539. Hann fór því upp um 108 sæti en það er ansi langt í hóp þeirra besta. Eitt skref í einu hjá Tiger.
Kylfingurinn magnaði fór neðst í 1.199. sæti á listanum en fyrsta mótið í endurkomunni henti honum upp í 668. sætið.
