Handbolti

Stórsigur Íslandsmeistaranna á Selfyssingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnheiður skoraði sex mörk í dag.
Ragnheiður skoraði sex mörk í dag. vísir/eyþór
Fram vann stórsigur á Selfossi í 15. umferð Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. Með sigrinum minnkaði Fram forskot toppliðanna Vals og Hauka í tvö stig.

Heimakonur í Fram byrjuðu leikinn mun betur og var fljótlega ljóst að sigurinn yrði þeirra. Þær náðu sér hægt og rólega upp þægilegum mun og fóru með níu marka forystu inn í leikhléið.

Selfyssingar voru án tveggja mikilvægra leikmanna í kvöld, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og Perlu Ruth Albertsdóttur, og saknaði liðið þeirra greinilega.

Seinni hálfleikurinn var í raun aðeins formsatriði, Fram fór að lokum með tíu marka sigur, 28-18.

Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.

Selfoss: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 6, Harpa Sólveig Brynarsdóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Elva Rún Óskarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×