Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2018 10:40 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45
Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45