Staða Fram í Olís-deild karla er slæm eftir átta tapleiki í röð. Liðið er í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með átta stig en Víkingur og Fjölnir eru neðst með fimm stig hvort.
„Já, ég hef miklar áhyggjur af því,“ sagði Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson tók í svipaðan streng.
„Ég myndi ekki vera rólegur ef ég væri þjálfari Fram,“ sagði Sebastían. „Ég myndi alla vega ekki veðja á að hin liðin vinni ekki leik,“ bætti hann við.
„Það eru alla vega meiri líkur á að Fram falli en að þeir komi sér upp á við í töflunni,“ sagði Jóhann Gunnar.
Fram var spútniklið deildarinnar í fyrra og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar, eftir að hafa lagt óvænt Hauka að velli í 8-liða úrslitum.
Seinni bylgjan: Geta Framarar fallið?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið


Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn


Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti



„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn
