Samkvæmt heimildum Vísis þá verður Guðmundur Þórður Guðmundsson næsti landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik.
Tilkynnt verður um ráðningu Guðmundar í vikunni en HSÍ hefur náð samkomulagi við hann um að taka við liðinu á nýjan leik. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hefur þjálfað liðið á síðustu tveimur stórmótum.
Þetta verður í þriðja sinn sem hinn 57 ára gamli Guðmundur tekur við landsliðinu. Hann þjálfaði landsliðið fyrst frá 2001 til 2004. Hann tók svo aftur við liðinu árið 2008 og stýrði því til ársins 2012.
Undir hans stjórn nældi íslenska liðið í silfur á ÓL í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki árið 2010.
Guðmundur hefur náð stórkostlegum árangri á sínum þjálfaraferli. Undir hans stjórn varð danska landsliðið Ólympíumeistari árið 2016 og nú á dögunum stýrði hann Barein til silfurverðlauna á Asíumótinu.
Hvorki náðist í formann HSÍ né formann landsliðsnefndar við vinnslu fréttarinnar.
Guðmundur tekur við strákunum okkar á nýjan leik
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
