Seinni bylgjan: Þessir komu bestir úr EM fríinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 17:45 Úrvalslið 15. umferðar að mati sérfærðinga Seinni bylgjunnar vísir/skjáskot Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira