Seinni bylgjan: Þessir komu bestir úr EM fríinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 17:45 Úrvalslið 15. umferðar að mati sérfærðinga Seinni bylgjunnar vísir/skjáskot Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira