Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin áfram á Oates Vic-mótinu í Ástralíu eftir flotta spilamennsku í gær.
Þá lék hún annan hringinn á mótinu á 72 höggum eða einu höggi undir pari. Hún lék síðustu níu holurnar frábærlega eða á þremur höggum undir pari.
Skagakonan komst því auðveldlega í gegnum niðurskurðinn. Hún var á tveimur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn en spilaði mun betur á næsta hring.
Þetta mót sem hún spilar á er sérstakt því Evrópumótaröð karla keppir á sama velli á sama tíma. Það sem meira er að þá er verðlaunaféð einnig jafnt sem þekkist ekki annars staðar.
