Nýtt gervigras í Garðabæinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2018 10:30 Stjarnan - Rossiyanka, Meistaradeildin, knattspyrna, fótbolti Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira